fbpx

Í nærsýni er augað of langt en í fjarsýni er augað of stutt.  Hvað er þá sjónskekkja eiginlega?  Í sjónskekkju er hornhimnan bjöguð.  Hornhimnan á að vera eins og glær kúpull framan á auganu, gjarnan er talað um að hún eigi að vera eins og evrópskur fótbolti í lögun, þ.e. kúlulaga, ekki eins og amerískur fótbolti, sem er miskrappur eftir því hvernig horft er á hann.  Ef hornhimnan er eins og sá ameríski þá lendir ljósgeislinn í mismunandi brennipunktum inni í auganu og myndin verður, ja … úr fókus!