fbpx

Aldursbundin fjarsýni er eitthvað sem gerist hjá okkur öllum. Enginn sleppur, en rétt eins og með gráu hárin þá kann hún að koma fram á mismunandi tíma. Ekki má rugla saman alvöru fjarsýni, þar sem augað er of stutt, og aldursbundinni fjarsýni, það eru tveir ólíkir hlutir. Oftast myndast aldursbundin fjarsýni á milli fertugs og fimmtugs, líklega er 43. afmælisdagurinn dæmigerðastur.