fbpx

Jóhannes Kári Kristinsson

Augnlæknir
johannes@augljos.is

Jóhannes Kári útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands árið 1992. Hann lauk doktorsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1996 og fjallaði ritgerð hans um sykursýkisskemmdir í sjónhimnu.

Jóhannes Kári útskrifaðist sem augnlæknir frá augndeild Duke háskólans í Norður-Karólínu árið 2000 og lauk síðan sérnámi í sjónlagsaðgerðum með laser og hornhimnulækningum ári síðar. Árið 2001 stofnaði hann augnlæknastöðina Sjónlag. Síðan þá hefur hann framkvæmt um 18.000 laseraðgerðir, auk þess sem hann var fyrstur til að framkvæma innsetningu á ICL-linsu í auga hér á landi árið 2006 og framkvæma krosstengslameðferð (corneal crosslinking) við keiluglæru (keratoconus) árið 2007. Hann stofnaði einnig gleraugnaverslunina Eyesland, sem hefur valdið byltingu í verðlagningu gleraugna hér á landi. Árið 2012 stofnaði hann Augljós Laser Augnlækningar. Augljós var fyrst laserstöðva hér á landi til að bjóða upp á algjörlega „hníflausar“ og „snertilausar“ laseraðgerðir á augum. Augljós var jafnframt fyrst allra stöðva til að bjóða upp á sérstaka þurraugnaþjónustu, sem er sérhæfð skoðun, greining og meðferð þurra augna og hvarmabólgu.

Elva Dögg Jóhannesdóttir

Augnlæknir
elva@augljos.is

Elva Dögg lauk embættisprófi frá læknadeild Syddansk Universitet í Danmörku árið 2009.  Að loknu kandidatsári við Landspítalann hélt hún aftur út til Danmerkur og útskrifaðist sem augnlæknir frá augndeildum Vejle og Odense Universitetshospital í júlí 2019. Á námstímanum starfaði Elva bæði á augndeildum sjúkrahúsa og á augnlæknastofu.

MEIRA UM ELVU

Elva er sérfræðingur í almennum augnlækningum og hefur sérstakan áhuga á sjúkdómum í augnbotnum.

Elva er í sambúð með Torfa Steini Stefánssyni, tannlækni og eiga þau þrjú börn.

Hrund Guðmundsdóttir

Hjúkrunarfræðingur
hrund@augljos.is

María Aldís Kristinsdóttir

Hjúkrunarfræðingur
maldis@augljos.is

María Aldís lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Hjúkrunarskóla Íslands 1975, starfaði á Hjartadeild Borgarspítalans 1975-1982 og lyfjadeildum spítalans 1984-1990. Kennsla við Hjúkrunarskóla Íslands 1982-1984. Árið 1990 tók hún við deildarstjórastöðu í heimahjúkrun Heilsugæzlunnar í Efra –Breiðholti og sinnti því gefandi starfi til 2002. Tók svo vaktir á Læknavaktinni í Kópavogi 1999-2003.

MEIRA UM MARÍU

María fékk námstækifæri á augnspítala og Laser Center Duke University í Norður-Karólínu, Bandaríkjunum, og hefur verið hjúkrunarfræðingur og laserstjóri hjá Sjónlagi frá stofnun nóv. 2001 til 1. maí 2012 og fengið að njóta sín sem fagmaður í því magnaða uppbyggingarstarfi. Hún hóf síðan störf hjá Augljósi og mun taka þátt í frumkvöðlastarfinu þar af sama krafti og ánægju og áður.

María hefur verið gift Haraldi Blöndal frá 1975. Þau eiga þrjú uppkomin börn, tengdabörn og þrjú barnabörn.

Margrét Jóhannesdóttir

Hjúkrunarfræðingur
margret@augljos.is

Margrét er stúdent af náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík. Hún útskrifaðist þaðan árið 2019 og hóf síðan nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands um haustið sama ár. Margrét útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands vorið 2023. Hefur Margrét lagt fyrir sig hin ýmsu störf í Augljósi frá árinu 2017 ásamt því að hafa unnið við verslunarstörf fyrir það.

Sandra Björk Benediktsdóttir

Móttökuritari
sandra@augljos.is

Hugrún Sigurðardóttir

Móttökuritari
hugrun@augljos.is

Hugrún ólst upp við Breiðafjörð í hinum íðilfagra Stykkishólmi. Hugrún hefur víðtæka reynslu af þjónustu viðskiptavina, allt frá hótelstörfum í æsku til læknamóttöku í London en bróðurpart undanfarins rúms áratugar stýrði hún lítilli þýðingaskrifstofu fyrir sig og eiginmann sinn. Hugrún bjó erlendis á annan áratug, fyrst í London og svo þrjú ár í Nova Scotia í Kanada. Hugrún fluttist aftur heim til Íslands árið 2010.

Þórunn Elva Guðjohnsen

Framkvæmdastjóri
thorunnelva@augljos.is

Þórunn Elva Guðjohnsen er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands (1988). Hún  stýrði miðvesturríkjaskrifstofu ráðgjafafyrirtækisins The Human Touch Consulting (1993 -1999). Á tímabilinu 1999-2005 starfaði Þórunn Elva hjá Hans Petersen, IMG (Capacent) og Íslensku auglýsingastofunni. Hún starfaði hjá Sjónlagi á árunum 2005-2012, fyrst sem verkefnastjóri og síðan sem framkvæmdastjóri frá 2007. Þórunn Elva tók við starfi framkvæmdastjóra Augljóss laser augnlækninga sumarið 2012.

Ragný Þóra Guðjohnsen

Stjórnarformaður
ragny@augljos.is

Ragný Þóra lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Hún lauk meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá sama skóla árið 2009 og doktorsprófi árið 2016. Hún starfar sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.