Heiti aðgerða | Afmælisverð | Heildarverð | Verð á mán. m.v. afmælisgreiðslur greiðslur í 6 mán. | Fyrsta og síðasta afmælisgreiðsla greiðsla á mán. m.v. 36 mán. kortalán |
---|---|---|---|---|
TransPRK | 385.000 kr | 435.000 kr | 66.818 kr | fyrsta 16.076 kr | loka 11.581 kr |
LASIK | 446.000 kr | 496.000 kr | 77.340 kr | fyrsta 18.559 kr | loka 13.350 kr |
Presbymax | 535.000 kr | 585.000 kr | 92.693 kr | fyrsta 22.182 kr | loka 15.934 kr |
*Gjaldskrá gildir frá 27.05.2022
Aðgerð og öll eftirfylgni er innifalin í ofangreindum verðum. Undanskilin eru lyf og annað sem læknir ráðleggur til meðferðar.
Í sumum tilvikum þarf að setja silicontappa í táragangaop að lokinni aðgerð, sem hækkar kostnað aðgerðar um 20.400 kr., en markmið þeirra er að minnka þurrk í augum að lokinni aðgerð.
Vilt þú líf án gleraugna?
Forskoðun er fyrsta skrefið
Stéttarfélög taka þátt í kostnaði
Stéttarfélög taka þátt í sjónlagsaðgerðum hjá starfsfólki sínu í mörgum tilvikum og hvetjum við þig til að kanna þau mál hjá þínu félagi.
Jóhannes Kári augnlæknir metur í forskoðun fyrir laseraðgerð hvaða gerð laseraðgerðar hentar best í hverju tilviki.
Forskoðun fyrir aðgerð: kr. 9.500
GREIÐSLUKJÖR
1. Kortalán (Valitor) í allt að 36 mánuði (3,5% lántökugjald og breytilegir vextir)
2. Vaxtalausar greiðslur (Valitor) í 6 mánuði (3.5% lántökugjald)
Ofangreind dæmi miðast við útreikning 20.04.2021
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka þátt í undantekningartilfellum. Þá er um að ræða sjónlagsgalla þar sem 3 ljósbrotseiningar (díoptríur) eru á milli augna (t.d. -4 á öðru auga og -1 á hinu) og viðkomandi þarf einnig að sjá tvöfalt. Einnig tekur SÍ þátt ef sjónskekkja nemur 4 díoptríum eða meira og viðkomandi sér tvöfalt. Loks tekur SÍ þátt ef sjónlagsgallinn er afleiðing slyss eða aðgerðar, eða ef líkamleg fötlun kemur í veg fyrir að viðkomandi getur notað snertilinsur eða gleraugu. Þess má geta að SÍ greiða fyrir aðgerðir til að laga sjúkdóma í fremsta hluta hornhimnu með laser.
“Fellowship“ augnlæknis er skipulagt sérnám í a.m.k. 1 ár, þar sem augnlæknir fær frekari menntun og þjálfun í ákveðinni undirsérgrein augnlækninga. Sérgreinar augnlækninga eru eftirfarandi: Glákulækningar, barnaaugnlækningar, taugaaugnlækningar, sjónlagsaugnlækningar (þ.á.m. laseraugnlækningar), hornhimnulækningar, sjónhimnulækningar, ytra auga og augntóttarlækningar og meinafræði augna. Jóhannes Kári Kristinsson er „fellowship“- menntaður augnlæknir í hornhimnusjúkdómum og sjónlagslækningum (þ.á.m. laseraugnlækningum) frá einni af þekktustu augndeild heims, augndeild Duke háskólasjúkrahússins í Durham, Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Fellowship-menntun er víða talin einn mikilvægasti þáttur ákvörðunar um hvaða augnlækni skuli velja til að framkvæma LASIK-aðgerð.