fbpx
TransPRK (Trans Photorefractive keratectomy)  er háþróuð yfirborðsmeðferð með laser þar sem þekjuvefurinn er fjarlægður með mikilli nákvæmni og án aðkomu skurðhnífs. Þetta er því raunverulega hníflaus aðgerð. Augljós var fyrsta laseraugnlækningastöð hér á landi sem bauð upp á slíka hníflausa meðferð. TransPRK á einkum við í þeim tilvikum sem ekki er mælt með LASIK-aðgerð. Nokkuð lengri tíma tekur fyrir sjónina að jafna sig eftir transPRK en eftir LASIK-aðgerð og óþægindi eru meiri fyrstu dagana eftir aðgerð. Sjón er sú sama 6 vikum eftir báðar tegundir aðgerða. Minna er gengið á hornhimnu í transPRK aðgerð en LASIK og því hentar hún stundum betur í þunnum hornhimnum.