fbpx

Laseraðgerðir

Hvernig er líf án gleraugna?

Fyrsta skrefið er einföld forskoðun hjá okkur.

23 ára reynsla, 18 þúsund laseraðgerðir framkvæmdar, sérfræðiþekking og fullkomnustu og nýjustu tækin.

Bjóðum einnig upp á almennar augnlækningar og sjónmælingar.

Laseraðgerðir – verðskrá

Áður en farið er í laseraðgerð er nauðsynlegt að framkvæma forskoðun sem er mjög nákvæm augnrannsókn. Sérfræðingur í hornhimnu- og laseraugnlækningum framkvæmir forskoðunina og á grundvelli hennar metur augnlæknirinn hvort aðgerð hentar og þá hvaða gerð hentar hverjum og einum ef til kemur.

transPRK AÐGERÐ

468.000 kr.
Staðgreitt

Snertilaus meðferð

LASIK aðgerð

550.000 kr.
Staðgreitt

Klassísk

LASIK PRESBYMAX®

650.000 kr.
Staðgreitt

Fyrir 40+

Vilt þú líf án gleraugna?

Forskoðun er fyrsta skrefið

Framúrskarandi þjónusta, fagmennska og alúð

Í Augljósi höfum við skýr þjónustumarkmið. Við sættum okkur ekki nema við hámarksárangur. Þín sjón skiptir okkur öllu máli og nú á dögum hefur öryggið aldrei verið meira og árangurinn æ betri.

Við erum ekki að flýta okkur og erum til staðar þegar þú ert tilbúin/n í aðgerð. Hjá okkur er þín ánægja ofar öllu.

JÓHANNES KÁRI KRISTINSSON, AUGNLÆKNIR

Sérfræðingur í hornhimnu- og laseraugnlækningum

  • 1996 – Lýkur doktorsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands
  • 2000 – Augnlæknir frá augndeild Duke háskólans í Norður-Karólínu
  • 2001 – Lýkur sérnámi í sjónlagsaðgerðum með laser og hornhimnulækningum
  • 2001 – Stofnar augnlæknastöðina Sjónlag
  • 2010 – Stofnar gleraugnaverslunina Eyesland
  • 2012 – Stofnar Augljós Laser Augnlækningar
  • Hefur framkvæmt um 18.000 laseraðgerðir frá 2001
  • 23 ára reynsla
  • Fyrstur til að bjóða upp á HNÍFLAUSAR AÐGERÐIR

ELVA DÖGG JÓHANNESDÓTTIR, AUGNLÆKNIR

Augnlæknir

Elva Dögg lauk embættisprófi frá læknadeild Syddansk Universitet í Danmörku árið 2009.  Að loknu kandidatsári við Landspítalann hélt hún aftur út til Danmerkur og útskrifaðist sem augnlæknir frá augndeildum Vejle og Odense Universitetshospital í júlí 2019. Á námstímanum starfaði Elva bæði á augndeildum sjúkrahúsa og á augnlæknastofu.

Hvar erum við?

Augljós Laser Augnlækningar
Álfheimum 74
2. hæð í vesturhúsi
104 Reykjavík

414 7000
augljos@augljos.is

UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA

Edda Borg – Tónlistarkona og skólastjóri Tónskóla Eddu Borg

Í dag er ég hissa á sjálfri mér að hafa ekki drifið í þessu miklu fyrr því þetta var svo lítið mál og maður fann ekkert fyrir þessu. Ég var búin að mikla þetta fyrir mér og hélt að þetta væri svo vont en það var það alls ekki. Þetta er allt annað að geta farið í sund án gleraugna. Áður fyrr var allt í móðu og ég heilsaði oft ekki fólki því ég sá það hreinlega ekki. Núna get ég stokkið út í sundlaugina gleraugnalaus og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu af þessu. Nú sé ég allt og alla!