fbpx

LASIK aðgerð

  • Skurðlæknir er menntaður í „fellowship“ prógrammi í hornhimnulækningum og skurðlækningum með laser
  • Fyrir einstaklinga frá 18 ára aldri með stöðugt sjónlag
  • Boðið upp á femtósekúndulasertækni með nýjustu gerð Ziemer LDV Z4  – í fremstu röð fyrirtækja á þessu sviði
  • Meðferð ætlað að ná sem skörpustu fjarsjón, fólk þarf lesgleraugu upp úr 45 ára aldri
  • Tekur nokkrar vikur að ná fullri sjón

Nánar um  aðgerðina

Flestir þekkja einhvern sem farið hefur í laseraðgerð eða laseraðgerðir á augum. Milljónir manna hafa losnað við gleraugu og snertilinsur eða orðið minna háðir þessum hjálpartækjum. Langalgengasta tegund laseraðgerðar er LASIK-aðgerðin.

Nú er LASIK ein algengasta aðgerð sem framkvæmd er hér á landi – hún hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem örugg aðferð til að verða minna háður eða óháður gleraugum.  Tilkoma Augljós laser augnlæknastöðvar markar enn ein tímamót í laserlækningum hér á landi, þar sem ný tækni, reynsla og þekking koma saman.  Jóhannes augnlæknir framkvæmdi sína fyrstu laseraugnaðgerð árið 2000 og hefur síðan framkvæmt yfir 18.000 slíkar aðgerðir.  Hann er lærður hornhimnusérfræðingur frá einum virtasta augnspítala í Bandaríkjunum, Duke Eye Center í Norður-Karólínu og lærði þá jafnframt að framkvæma laseraugnaðgerðir undir leiðsögn hornhimnusérfræðinga auk þess að framkvæma tugi hornhimnuskipta og meðhöndla erfið hornhimnuvandamál.

Tækin sem notuð eru til að framkvæma þessar aðgerðir eru að sjálfsögðu afar mikilvæg þar sem tæknin tekur stöðugum framförum.  Lasertækið okkar er eitt það fullkomnasta í heimi og engu til sparað.  Schwind er leiðandi í lasertækninni, útbýr einstaklega nákvæman prófíl á hornhimnuna og er lasergeislinn úr þessu tæki útbúinn afar fullkomnum fylgieiginleikum (1MHz), sem gera það að verkum að laserinn fylgir auganu hvert sem það snýr.  Þetta eykur mjög á nákvæmni meðferðarinnar.  Jafnframt er hraði meðferðarinnar tvöfalt meiri en hefðbundinna lasertækja og tekur meðferðin t.d. um helmingi styttri tíma en hingað til hefur tíðkast.