fbpx
Heiti aðgerðaStaðgreiðsluverðHeildarverðVerð á mán. m.v. 6 mánaða greiðslusdreifinguFyrsta og síðasta greiðsla m.v. 36 mán greiðsludreifingu
TransPRK495.000 kr515.000 kr89.243 krFyrsta 23.007 kr | loka 15.434 kr
LASIK595.000 kr615.000 kr106.493 krFyrsta 27.395 kr | loka 18.352 kr
Presbymax690.000 kr710.000 kr122.880 krFyrsta 31.564 kr | loka 21.124 kr

*Gjaldskrá gildir frá 15.09.2024

Aðgerð og öll eftirfylgni er innifalin í ofangreindum verðum ásamt fyrsta skammti af gervitárum og silicontöppum en markmið þeirra er að minnka þurrk í augum að lokinni aðgerð.

Undanskilin eru lyf og annað sem læknir ráðleggur til meðferðar.

Veittur er 20.000 kr. staðgreiðsluafsláttur af heildarverði ef greitt er með debetkorti eða millifærslu.

Sjá kortalánareikni

Vilt þú líf án gleraugna?

Forskoðun er fyrsta skrefið

Stéttarfélög taka þátt í kostnaði

Stéttarfélög taka þátt í sjónlagsaðgerðum hjá starfsfólki sínu í mörgum tilvikum og hvetjum við þig til að kanna þau mál hjá þínu félagi.

Jóhannes Kári augnlæknir metur í forskoðun fyrir laseraðgerð hvaða gerð laseraðgerðar hentar best í hverju tilviki.
Forskoðun fyrir aðgerð: kr. 11.000

GREIÐSLUKJÖR

1. Kortalán (Valitor) í allt að 36 mánuði (3,5% lántökugjald og breytilegir vextir)

2. Vaxtalausar greiðslur (Valitor) í 6 mánuði (3.5% lántökugjald)

Ofangreind dæmi miðast við útreikning 15.09.2024

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka þátt í undantekningartilfellum. Þá er um að ræða sjónlagsgalla þar sem 3 ljósbrotseiningar (díoptríur) eru á milli augna (t.d. -4 á öðru auga og -1 á hinu) og viðkomandi þarf einnig að sjá tvöfalt. Einnig tekur SÍ þátt ef sjónskekkja nemur 4 díoptríum eða meira og viðkomandi sér tvöfalt. Loks tekur SÍ þátt ef sjónlagsgallinn er afleiðing slyss eða aðgerðar, eða ef líkamleg fötlun kemur í veg fyrir að viðkomandi getur notað snertilinsur eða gleraugu.  Þess má geta að SÍ greiða fyrir aðgerðir til að laga sjúkdóma í fremsta hluta hornhimnu með laser.

“Fellowship“ augnlæknis er skipulagt sérnám í a.m.k. 1 ár, þar sem augnlæknir fær frekari menntun og þjálfun í ákveðinni undirsérgrein augnlækninga.  Sérgreinar augnlækninga eru eftirfarandi: Glákulækningar, barnaaugnlækningar, taugaaugnlækningar, sjónlagsaugnlækningar (þ.á.m. laseraugnlækningar), hornhimnulækningar, sjónhimnulækningar, ytra auga og augntóttarlækningar og meinafræði augna.  Jóhannes Kári Kristinsson er „fellowship“- menntaður augnlæknir í hornhimnusjúkdómum og sjónlagslækningum (þ.á.m. laseraugnlækningum) frá einni af þekktustu augndeild heims, augndeild Duke háskólasjúkrahússins í Durham, Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.  Fellowship-menntun er víða talin einn mikilvægasti þáttur ákvörðunar um hvaða augnlækni skuli velja til að framkvæma LASIK-aðgerð.