15. Apr

Forstöðumaður Höfuðborgarstofu

Þessi lauflétta aðgerð sem ég fór í hjá Augljósi var bara frelsun. Ég hafði upplifað það að á skömmum tíma hafði sjón minni hrakað það mikið að ég gat varla notað símann lengur til samskipta og átti erfitt með að lesa án þess að vera með gleraugu og mér fannst það rosalega mikil skerðing eiginlega. Konan mín hafði farið áður og gefist mjög vel þannig að ég fór og lét athuga mig og þegar það var ljóst að það væri hægt að gera aðgerð á mér beið ég ekki boðanna. Ég var aðeins stressaður og beið alltaf eftir því að þetta yrðir "smá vont" eins og einhver hafði lýst þessu en skyndilega var aðgerðin bara búin án allra óþæginda og miðað við gæðin og frelsið sem maður endurheimtir er þessi aðgerð bara nákvæmlega ekkert mál. Mæli með þessu fyrir alla sem geta nýtt sér þetta.