22. Mar

Hvar er hvað í auganu?

Þegar verið er að ræða um augnsjúkdóma er gott að kunna helstu nöfn og helstu hugtök varðandi augað.  Augað sjálft er eins og smáveröld með sín kennileiti.  Stórleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson sagði eitt sinn að það væri sjö bragðtegundir af auganu.  Við fullyrðum ekkert um það en eitt er þó víst að vefjategundirnar eru margar, sumir vefirnir eru gegnsæir (hornhimna, augasteinn) og aðrir ógagnsæir (hvíta, lithimna), sumir mjúkir (æðahimna, sjónhimna), aðrir harðir (augasteinn), sumir eru fyrst og fremst búnir til úr taugavef og taugaþráðum (sjónhimna og sjóntaug), aðrir að mestu úr æðum (æðahimna) og bandvef (hornhimna og hvíta).  Hér er mynd af auganu sem sýnir helstu hluta þess.