fbpx

Í Augljósi höfum við skýr þjónustumarkmið. Við sættum okkur ekki nema við hámarksárangur.  Þín sjón skiptir okkur öllu máli og nú á dögum hefur öryggið aldrei verið meira og árangurinn æ betri.

Þjónustumarkmið okkar

Augljós býður upp á það nýjasta í lasertækni.  Schwind AMARIS laser er glænýr laser sem notar svokallaða flugdeplatækni (flying spot technique) sem vinnur á 500Hz hraða, sem styttir tíma aðgerðar um helming miðað við hefðbundin lasertæki.  Í aðgerðinni er útbúin sneiðmynd af hornhimnunni og því hægt að fylgjast með þykkt hornhimnunnar á öllum stigum aðgerðarinnar.  

Við leggjum mikla áherslu á menntun og reynslu í Augljósi.  Jóhannes Kári Kristinsson hefur framkvæmt um 18.000 laseraðgerðir.  Hann lærði að framkvæma laseraðgerðir auk framhaldsnáms í hornhimnulækningum við augndeild hins virta Duke háskóla í Norður Karólínu, Bandaríkjunum. 

Augljós býður upp á 3 ára ábyrgð á laseraðgerðum.  Ef þú ert ekki ánægð/ur með árangur laseraðgerðar færð þú viðbótaraðgerð allt að þremur árum eftir aðgerð.

Vísindaleg útkomubestun þýðir að ávallt er fylgst með árangri aðgerða með kerfisbundnum hætti til að tryggja að stilling tækja sé ávallt hárnákvæm.

Hágæðaþjónusta er sérsvið okkar.  Okkur er það heiður að þú treystir okkur fyrir augum þínum og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að þú upplifir bestu mögulegu þjónustu, bæði á sviði lækninga og hjúkrunar. 

Við fylgjum ströngum öryggisstöðlum.  Tækni okkar er sú nýjasta sem boðið er upp á hérlendis og eru tækin þjónustuð a.m.k. tvisvar sinnum á ári af fagaðilum frá Þýskalandi, auk þess sem tæknistjóri er í fullu starfi hjá fyrirtækinu.