22. Mar

Augnlæknirinn skoðar þig og þú mátt fara heim!  Einhver þarf að sækja þig, þú ferð heim með hlífðargleraugu á þér sem þú mátt taka af þér þegar heim kemur.  Athugaðu að þú þarft að fara í apótek og ná í lyf á augndropaformi sem þú tekur eftir aðgerð (Maxidex, Oftaquix) í fjóra daga, fjórum sinnum á dag.  Jafnframt þarftu að birgja þig upp af gervitárum sem þú notar eftir aðgerðina.  Hlífðargleraugun sefur þú með á þér í fjórar nætur eftir aðgerð.  Eðlilegt er að sjónin sé þokukennd fyrst eftir aðgerð en þeir sem voru nærsýnir eru yfirleitt farnir að lesa textann á sjónvarpinu strax um kvöldið.  Þeir sem eru fjarsýnir eru oft lengur að fá fjarsjónina að lokinni aðgerð, en þeir taka strax eftir gríðarlegum mun með nærsjónina.  Eftir aðgerðina er eðlilegt að vera með svokallaða „vaselínsjón“, þ.e. sjónin sveiflast svolítið til.  Eftir nokkrar vikur verður sjónin stöðug.  Við leggjum áherslu á að ekki er hægt að meta árangur að lokinni aðgerð að fullu fyrr en eftir 3 mánuði (nærsýni) og 6 mánuði (fjarsýni og mikil sjónskekkja).