fbpx

Jóhannes Kári Kristinsson

Augnlæknir
johannes@augljos.is

Jóhannes Kári útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands árið 1992. Hann lauk doktorsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1996 og fjallaði ritgerð hans um sykursýkisskemmdir í sjónhimnu.

Jóhannes Kári útskrifaðist sem augnlæknir frá augndeild Duke háskólans í Norður-Karólínu árið 2000 og lauk síðan sérnámi í sjónlagsaðgerðum með laser og hornhimnulækningum ári síðar. Árið 2001 stofnaði hann augnlæknastöðina Sjónlag. Síðan þá hefur hann framkvæmt um 18.000 laseraðgerðir, auk þess sem hann var fyrstur til að framkvæma innsetningu á ICL-linsu í auga hér á landi árið 2006 og framkvæma krosstengslameðferð (corneal crosslinking) við keiluglæru (keratoconus) árið 2007. Hann stofnaði einnig gleraugnaverslunina Eyesland, sem hefur valdið byltingu í verðlagningu gleraugna hér á landi. Árið 2012 stofnaði hann Augljós Laser Augnlækningar. Augljós var fyrst laserstöðva hér á landi til að bjóða upp á algjörlega „hníflausar“ og „snertilausar“ laseraðgerðir á augum. Augljós var jafnframt fyrst allra stöðva til að bjóða upp á sérstaka þurraugnaþjónustu, sem er sérhæfð skoðun, greining og meðferð þurra augna og hvarmabólgu.