14. Apr

Tónlistarkona og skólastjóri Tónskóla Eddu Borg

Í dag er ég hissa á sjálfri mér að hafa ekki drifið í þessu miklu fyrr því þetta var svo lítið mál og maður fann ekkert fyrir þessu. Ég var búin að mikla þetta fyrir mér og hélt að þetta væri svo vont en það var það alls ekki.

Þetta er allt annað að geta farið í sund án gleraugna. Áður fyrr var allt í móðu og ég heilsaði oft ekki fólki því ég sá það hreinlega ekki. Núna get ég stokkið út í sundlaugina gleraugnalaus og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu af þessu. Nú sé ég allt og alla!