Ragný Þóra Guðjohnsen

Staða: Stjórnarformaður

Netfang: ragny@augljos.is

Ragný Þóra er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfaði sem lögfræðingur hjá Sýslumanninum í Reykjavík frá útskrift 1992 en árið 1996 lagði fjölskyldan land undir fót og fluttist til Bandaríkjanna. Þar stundaði hún nám við School of Public Health við University of North Carolina. Ragný gegndi starfi varabæjarfulltrúa í Garðabæ frá árinu 2002-2010 og starfaði þá sérstaklega að forvarnamálum.

Frá árinu 2010 til ársins 2013 starfaði hún sem bæjarfulltrúi í Garðabæ. Ragný starfaði frá árinu 2003 hjá Háskóla Íslands sem verkefnastjóri framhaldsnáms við hjúkrunarfræðideild. Árið 2007 hóf Ragný meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðum vegna brennandi áhuga á stefnumótun í málefnum barna og ungmenna. Því námi lauk hún árið 2009 en hóf í beinu framhaldi doktorsnám í sama fagi.

Hún vinnur nú að doktorsritgerð sinni um sjálfboðaliðastarf ungs fólks ásamt því að vera stundakennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og starfa við Rannsóknasetrið “Lífshættir barna og ungmenna”. Ragný er gift Jóhannesi Kára Kristinssyni augnlækni og eiga þau þrjú börn, Jón Magnús (1992) læknanema, Árnýju (1995), læknanema og Margréti (2000), gagnfræðaskólanema. 

Starfsmenn