Guðlaug Halldórsdóttir

Staða: Skrifstofustjóri

Netfang: gudlaug@augljos.is

Guðlaug er stúdent af heilsugæslubraut FB og útskrifaðist þaðan árið 1981. Það lá þó ekki fyrir að starfa við heilsutengd verkefni á þeim tíma heldur settist hún við skrifborð,  hamraði á ritvél og svaraði í síma fyrir ASÍ og stofnanir í tæp 16 ár, þar á meðal hjá Mími Tómstundaskóla við skrifstofustörf því að hún hafði jú líka lokið almennu verslunarprófi.  Tómstundaskólaárin voru sérlega skemmtilegt verkefni þar sem skrifstofustörfin voru ákaflega fjölbreytt vinna.  Þaðan lá leiðin til Gallup, sem er í dag Capacent, og eftir tæplega 10 ára starf hjá Gallup var hún allt í einu komin í steypuna hjá BM Vallá – þó enn að vinna pappírsvinnu. Dag einn gerðist það að Guðlaug var komin með annan fótinn inn í heilsutengd verkefni.  Sjónlag bauð hana velkomna til starfa að vori 2011 en eftir tæpt ár á þeim bæ þáði hún að fylgja frumkvöðlum Sjónlags til þátttöku á stofnun þessa nýja fyrirtækis, Augljóss. Hér er hún því nú ásamt því að vera eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma því fjölskyldan er og hefur alltaf verið hennar hjartans mál ásamt því að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. 

Starfsmenn