Elísabet Rós Birgisdóttir

Staða: Móttökuritari / Bókhald

Netfang: elisabet@augljos.is

Elísabet er lífeindafræðingur að mennt og  lauk fjögurra ára B.S.c námi í  lífeindafræði árið 2003. Hún hefur í mörg ár unnið sem lífeindafræðingur meðal annars á Blóðmeinafræðideild Landsspítalans og einnig starfaði hún á rannsóknarstofu Heilsugæslunnar á Sólvangi og í Garðabæ.  Árið  2013  starfaði hún sem verkefnastjóri á göngudeild blóðtökudeildar á Landspítalanum og hefur tekið að sér mörg skemmtileg verkefni sem tengjast lífeindafræðinni.
Hún ákvað að snúa við blaðinu og fór í  nám hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum og stefnir að útskrift sem viðurkenndur bókari  haustið 2018.  


Hún er gift, þriggja barna móðir og þau hjónin búa í Hafnarfirði.   Hún   stundar heilbrigðan lífstíl, bjartsýn og jákvæð og er óhrædd við að reyna og prufa aðra hluti og njóta lífsins.   Hún hefur gaman af hreyfingu og hleypur mjög mikið með skokkhóp Hauka.

 

Starfsmenn