22. Mar

Báðar aðferðirnar eru frábærar og er árangur af notkun nýjustu flipavélanna, eins og notuð er hér í Augljósi (árgerð 2012), fyllilega sambærilegur við femtósekúndulaser.   Rétt er að vara við auglýsingabrellum þar sem reynt er að auglýsa femtósekúndulaseraðgerð sem „hnífalausa“ aðgerð.  Þar er einfaldlega um blekkingu að ræða þar sem femtósekúndulaserinn sker ekkert síður en aðrir hnífar.  Jafnframt skal lögð á það rík áhersla að hér er um undirbúning sjónlagsaðgerðarinnar að ræða en ekki  aðgerðina sjálfa, þar sem í öllum tilvikum er aðgerðin, þ.e. mótun hornhimnunnar, framkvæmd með lasertækni (þ.e. ekki femtósekúndulaser).