22. Mar

Þú þarft að koma í forskoðun til okkar til að meta hvort þú sért kandidat í aðgerð.  Hér eru þó meginatriðin á bak við ákvörðun okkar:

  • Augun þín þurfa að vera heilbrigð, engin gláka, ský á augasteinum, sýking, alvarlegur augnþurrkur eða annað sem gæti haft áhrif á sjón að lokinni aðgerð
  • Þú þarft að vera a.m.k. 18 ára.  Afar sjaldgæft er að við framkvæmum aðgerð á einstaklingum yngri en 21 árs vegna þess að yfirleitt er sjónlag að breytast fram til þess tíma.
  • Sjón þarf að vera orðin stöðug, þ.e. engar breytingar á sjónlagi (augnrecepti) í 2 ár.  
  • Í meðgöngu og við brjóstagjöf verður breyting á hormónum í líkamanum sem getur haft áhrif á aðgerð og árangur hennar.  Því er ekki mælt með að aðgerð sé framkvæmd á konum sem eru barnshafandi eða fyrstu 4 mánuðina sem þær eru með börn á brjósti.  Að því loknu er í lagi að framkvæma aðgerð séu aðrir þættir í lagi.  
  • Ýmsir sjálfsónæmis- og bandvefssjúkdómar geta haft áhrif á árangur aðgerðar, en slíkt er einnig metið á meðan forskoðun stendur.