22. Mar

Reiknaðu með því að vera hjá okkur í u.þ.b. 90 mínútur, það er tíminn frá því þú kemur inn til okkar þar til þú ert reiðubúin/n að fara heim. Lasermeðferðin sjálf tekur stuttan tíma, yfirleitt innan við eina mínútu. Aðgerðirnar báðar taka yfirleitt í kringum 10-15 mínútur í heild sinni. Ástæðan fyrir því að þú ert hér hjá okkur í þetta langan tíma er sú að við gefum róandi töflu fyrir aðgerðina og það tekur tíma fyrir hana að virka. Við erum heldur ekkert að flýta okkur og reynum að láta þér líða eins og þú sért heima hjá þér!