22. Mar

Þá er framkvæmd nákvæm skoðun á augum til að kanna hvort augun séu ekki algjörlega heilbrigð og hvort þau séu heppileg fyrir sjónlagsaðgerð með laser.  Sjónlag augna er kannað nokkrum sinnum, prófað er fyrir gláku, skýjum á augasteini og öðrum augnsjúkdómum.  Yfirborðsmynd er framkvæmd á hornhimnu og útbúið „landakort“.  Farið verður eftir þessu landakorti þegar framkvæmd er endurmótun á hornhimnunni í LASIK-aðgerðinni.