22. Mar

Hjá einstaka aðila batnar sjón hægt eða ekki eftir aðgerð.  Þetta þarf að skoða í hverju tilviki og kanna hvort þörf sé á fínstillingu eða ekki.  Í mörgum tilvikum getur þetta verið vegna þurra augna, sem hægt er að meðhöndla á ýmsan hátt, þar á meðal með gervitárum og í sumum tilvikum er settur silicontappi í táragangaop til að hindra flæði tára niður í nefkok.