22. Mar

Sumt fólk finnur fyrir augnþurrki eftir aðgerð, sem er unnt að meðhöndla með gervitárum og hverfur á nokkrum vikum eða mánuðum.  Sumir sjá geisla koma út úr ljósum eða geislabaug í kringum ljós, sérstaklega þegar rökkvar.  Þetta hverfur jafnan með tímanum.  Einstaka aðili upplifir hæga bötnun á sjón eða enga.  Ef sjón versnar viljum við vita af því sem fyrst og líta á augun.  Oftast er ekki ástæða til að hafa áhyggjur því að í u.þ.b. 5% tilfella þarf að framkvæma fínstillingu á sjónlaginu með viðbótaraðgerð (innifalin í verði), en það er aldrei fyrr en 3 mánuðum eftir aðgerð í fyrsta lagi.