22. Mar

Flestir læknar framkvæma LASIK aðgerð á báðum augum samtímis, þ.e. hvort augað á eftir öðru. Rannsóknir hafa verið gerðar á öryggi þess og hefur komið í ljós að ekki fylgir því meira öryggi að framkvæma aðgerðir með t.d. viku millibili. Þurfi að framkvæma PRK yfirborðsmeðferð í stað LASIK-aðgerðar (aðgerðirnar eru eins, nema í LASIK-aðgerð er útbúinn flipi, ekki gert í PRK-aðgerð, sem er framkvæmd beint á yfirborð hornhimnu) er oft beðið í 1 viku á milli aðgerða þar sem það tekur nokkuð lengri tíma fyrir sjón að koma eftir PRK en LASIK.