22. Mar

Þú finnur ekki fyrir sársauka á meðan aðgerð stendur þar sem settir eru deyfidropar í augun áður en að aðgerð kemur. Fáir þurfa á verkjalyfjum að halda á eftir en það er í lagi að taka töflu t.d. af Paracetamol. Ef þú finnur fyrir verkjum í augum eftir aðgerð þá átt þú tafarlaust að hringja í öryggisnúmerið okkar. Eðlileg tilfinning í augunum að lokinni meðferð líkist helst því að vera með gamlar linsur í augunum. Daginn eftir aðgerð á þér að líða vel að mestu í augunum.  Þeir sem fara í PRK-aðgerð finna lengur fyrir einkennum, en þó yfirleitt ekki lengur en í nokkra daga að lokinni aðgerð.