22. Mar

Á undanförnum árum hefur skapast umræða um hver væri besta tæknin sem byðist til að framkvæma laseraugnaðgerðir.  Afar erfitt er að bæta árangur laseraðgerða nú á dögum, þar sem í langflestum tilvikum er árangur afar góður.  Jose Güell, forseti stærstu augnlæknasamtaka Evrópu, Evrópsku samtakanna um augasteins- og sjónlagsaðgerðir (ESCRS - European Society of Cataract and Refractive Surgery) sagði til dæmis eftirfarandi um mun á flipavélum og femtósekúndulaserhnífum:  

„Visual outcomes with both microkeratome and femtosecond laser flaps are virtually identical….I think that the question about which technology is better for flap creation is really a market-driven question“

þetta útleggst á eftirfarandi hátt: „Sjón sjúklinga eftir LASIK-aðgerðir sem eru annars vegar framkvæmdar með flipavél og hins vegar með femtósekúndulasermeðferð er nánast sú sama….Ég tel að spurningin um hvor tæknin sé betri við að útbúa flipa í LASIK-aðgerð sé raunverulega spurning sem drifin er áfram af markaðsöflum.“

Amadeus II flipavél okkar er af bestu og nýjustu gerð.  Hún er miklum mun fyrirferðarminni en femtósekúndulaserhnífurinn og hægt að framkvæma aðgerðir á minni augum, sem er vandamál með femtósekúndulasertækin.  Jafnframt tekur aðgerðin styttri tíma með Amadeus II, augnþrýstingurinn hækkar minna og svokallaður „black-out“ tími er styttri.  Þrýstingur inni í auganu er líka mun lægri við notkun á Amadeus II.  

Athugið sérstaklega að femtósekúndulaserar framkvæma ekki laseraðgerðina sjálfa, þ.e. mótun á hornhimnunni, heldur aðeins að útbúa flipa á hornhimnu sem er síðan lagður á eftir sjálfa laseraðgerðina, en hún er framkvæmd með AMARIS lasertækinu.

Engin rannsókn hefur sýnt fram á mismun á klínískri útkomu sjúklinga sem gangast undir þessar meðferðartegundir sé miðað við Amadeus II flipavélina, nema þá að aðgerðir með laserhnífnum eru 100-200 þúsund krónum dýrari.  Meira máli skiptir hvaða lasertæki er notað til að framkvæma meðferðina sjálfa, en flipavélar og femtósekúndulaserhnífar útbúa bara flipann sem meðferðin er síðan framkvæmd undir.  Mestu máli skiptir svo hver framkvæmir aðgerðina.  Brian Boxer Wachler, laserskurðlæknir í Los Angeles hefur lýst því svo: „Það er nauðsynlegt að muna að verið er að tala um tól og tæki og þau eru eins góð og sá sem notar þau.  Golfarinn skiptir  meira máli en settið sem hann spilar með“.  Við viljum sérstaklega vara við fullyrðingum á sumum vefsíðum þar sem rætt er um „hnífalausar aðgerðir“.  Það er ekki hægt að útbúa flipa á hornhimnu í LASIK-aðgerð nema með hníf og er femtósekúndulaserinn ekkert annað en laserhnífur.

Fyrir áhugasama sem vilja lesa meira um samanburð á flipavélum og laserhnífum skal bent á tvær greinar sem birtust í janúar og febrúarhefti tímaritsins „Cataract and Refractive Surgery Today“ árið 2012, þar sem þýski augnlæknirinn Jörg H. Krumeich lýsir kostum og göllum hvorrar tegundarinnar fyrir sig en kemst að þeirri niðurstöðu að femtósekúndutæknin hafi ekki komið með neitt fram yfir þær flipavélar sem fyrir eru.

1. grein: http://bmctoday.net/crstodayeurope/2012/01/article.asp?f=comparison-of-microkeratomes-and-femtosecond-lasers

2. grein: http://bmctoday.net/crstodayeurope/2012/02/article.asp?f=comparison-of-microkeratomes-and-femtosecond-lasers

 

Reynsla frá 2000

Sérþekking frá 2001

Tækni frá 2012

Jóhannes Kári hornhimnusérfræðingur og María Aldís hjúkrunarfræðingur hafa nú framkvæmt nær 10.000 LASIK-aðgerðir síðan Jóhannes Kári stofnaði augnlæknastöð sína árið 2001.  Árið 2012 opnaði síðan augnlæknastöðin Augljós, þar sem Jóhannes ásamt frábæru starfsfólki býður upp á laseraðgerðir með fullkomnasta búnaði sem býðst til laseraugnlækninga.  Forskoðun kostar kr. 7000 og er ein nákvæmasta augnskoðun sem völ er á.  Ritararnir okkar, þær Guðlaug, Rannveig og Árný svara símanum í 414 7000.  María hjúkrunarfræðingur tekur vel á móti ykkur og byrjar forskoðun og ýmsar mælingar.  Jóhannes augnlæknir skoðar ykkur vandlega og sker úr um hversu líkleg laseraðgerð sé til að henta ykkur.  Séuð þið kandidatar í aðgerð getið þið pantað tíma og eru aldrei nema 1-2 vikur í bið.  Við erum eina laserstöðin á landinu sem nýtir sér hina frábæru flipavél Amadeus II við fyrsta hluta aðgerðarinnar og lasermeðferðin er  svo framkvæmd á Schwind Amaris, nýjan fullkominn laser frá Þýskalandi.  Gerið samanburð, kannið hvort auglýst verð samrýmist því sem ykkur er ráðlagt og verið viss um að velja einungis það besta.