enisnb

 

Augljós Laser Augnlæknastöð var stofnuð árið 2012.  Stöðin sérhæfir sig í greiningu og meðferð sjónlagsgalla eins og nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju.  Allir eru þó velkomnir á stöðina - við greinum og meðhöndlum alls kyns augnsjúkdóma, líkt og gláku, ský á augasteini, sykursýkisskemmdir í sjónhimnu svo einhverjir séu nefndir.  Við viljum þó ekki síður leggja áherslu á mikilvægi þess að viðhalda augnheilbrigði, með reglulegum augnskoðunum og fræðslu.  

En aftur að laseraugnlækningum.  

Ert þú nærsýn/n?  Fjarsýn/n?  Með sjónskekkju?  Hefurðu velt því fyrir þér hvernig væri að losna við gleraugun og snertilinsur?  

Hjá okkur gengur þú að eftirfarandi vísu:

  • 14 ára reynslu
  • Framkvæmd 8000 laseraðgerða
  • Fellowship/sérnám í laseraugnlækningum og hornhimnusjúkdómum
  • Nýjustu tækni 

Verð á laseraðgerðum í Augljósi er LÆGRA en boðið var upp á árið 2001, þrátt fyrir að öryggi og gæði aðgerðanna hafi aukist. Við brutum blað í sögu augnlækninga í byrjun árs 2013, þegar verð aðgerðar á báðum augum var lækkuð niður í 260 þúsund krónur. Fjöldi fólks nýtti sér þetta tilboð og var alls 1001 aðgerð framkvæmd: 

Við munum um sinn halda áfram að bjóða upp á þetta lága verð. Sérstaklega viljum við taka fram að við auglýsum ekki aðgerð á lágu verði og ráðleggjum aðgerð á hærra verði. Við stöndum við það sem við auglýsum. 260 þúsund krónur fyrir aðgerð á báðum augum, einnig svokallaðar Presbymaxaðgerðir. Í sumum tilvikum mælum við þó með því að setja silicontappa í táragangaop að lokinni aðgerð, sem hækkar kostnað aðgerðar um kr. 14 000, en markmið þeirra er að auka táramagn í augum og minnka þurrk í augum að lokinni aðgerð.

Hlökkum til að sjá þig.     

 

 

 

 

Hvað getum við boðið þér?

Skýr þjónustumarkmið

Ánægja þín er ofar öllu.  Við erum ekki að flýta okkur, tökum góðan tíma í að þjónusta þig svo að þetta verði stórkostleg lífsreynsla sem aldrei gleymist.

Sérfræðireynslu og þekkingu í röskan áratug

Jóhannes augnlæknir er sérfræðingur í lasreaugnlækningum og hornhimnulækningum.  Hann og María hjúkrunarfræðingur hafa framkvæmt hátt í 7000 aðgerðir saman frá árinu 2001.

Fullkomnustu tækni

Schwind Amaris lasertækið er eitt það fullkomnasta í heimi - og alveg glænýtt.  Þýsk hönnun, gæði og nákvæmni koma saman í einum ótrúlegum eðalgrip með óteljandi möguleikum.

Sérnám og þekkingu í hornhimnulækningum

Þekking á hornhimnulækningum er nauðsynleg til að geta boðið upp á bestu mögulegu þjónustu.  Jóhannes Kári lauk sérnámi (fellowship) við eina virtustu augndeild Bandaríkjanna, Duke Eye Center í Norður-Karólínu.

3 ára ábyrgð á meðferð

Margar laserstöðvar fylgja sjúklingi eingöngu eftir í 6 mánuði og bjóða ekki upp á enduraðgerð lengur en í þann tíma.  Við bjóðum upp á endurmeðferð allt að 3 árum eftir aðgerð ef þörf krefur.

"Mér finnst svo frábært að vera laus við linsur og gleraugu, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið ég ferðast. Fyrir aðgerðina sá ég gjörsamlega ekki neitt án hjálpartækja og var því alveg bjargarlaus, sem kemur sér mjög illa þegar maður er alltaf á nýjum og nýjum stað.

Nú get ég loksins skoðað heiminn og notið mín á tónleikaferðalögum.

Takk enn og aftur fyrir mig."

              Nanna Bryndís Hilmarsdóttir
              söngkona og lagasmiður
              Of Monsters and Men