enisnb

 

Augljós Laser Augnlæknastöð var stofnuð árið 2012.  Stöðin sérhæfir sig í greiningu og meðferð sjónlagsgalla eins og nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. Við vorum fyrst laserstöðva hér á landi að bjóða upp á HNÍFLAUSAR AÐGERÐIR.  Þrátt fyrir að stöðin sé orðin þekkt um land allt fyrir laseraðgerðir eru þó allir velkomnir á stöðina - við greinum og meðhöndlum alls kyns augnsjúkdóma, líkt og gláku, ský á augasteini, sykursýkisskemmdir í sjónhimnu svo einhverjir séu nefndir. Ennfremur var bauð Augljós fyrst allra stöðva upp á sérstaka þurraugnaþjónustu við þá einstaklinga sem þjást af þurrum augum og hvarmabólgu. Við viljum þó ekki síður leggja áherslu á mikilvægi þess að viðhalda augnheilbrigði, með reglulegum augnskoðunum og fræðslu. Þjónusta okkar er fyrsta flokks. Við höfum öll ótrúlega gaman af því sem við erum að gera og kappkostum að gera fólki heimsóknina eins þægilega og notalega og mögulegt er. Þú ert aðalmálið hjá okkur. 

En aftur að laseraugnlækningum.  

Ert þú nærsýn/n?  Fjarsýn/n?  Með sjónskekkju?  Hefurðu velt því fyrir þér hvernig væri að losna við gleraugun og snertilinsur?  

Hjá okkur gengur þú að eftirfarandi vísu:

  • 14 ára reynslu
  • Framkvæmd 9000 laseraðgerða
  • Fellowship/sérnám í laseraugnlækningum og hornhimnusjúkdómum
  • Nýjustu tækni, þar á meðal svokallaðar "HNÍFLAUSAR" aðgerðir

Verð á laseraðgerðum í Augljósi er LÆGRA en boðið var upp á árið 2001, þrátt fyrir að öryggi og gæði aðgerðanna hafi aukist. Við brutum blað í sögu augnlækninga í byrjun árs 2013, þegar verð aðgerðar á báðum augum var lækkuð niður í 260 þúsund krónur. Fjöldi fólks nýtti sér þetta tilboð og var alls 1001 aðgerð framkvæmd árið 2013: 

Við munum um sinn halda áfram að bjóða upp á þetta lága verð. Sérstaklega viljum við taka fram að við auglýsum ekki aðgerð á lágu verði og ráðleggjum aðgerð á hærra verði. Við stöndum við það sem við auglýsum. 260 þúsund krónur fyrir aðgerð á báðum augum, einnig svokallaðar Presbymaxaðgerðir. Í sumum tilvikum mælum við þó með því að setja silicontappa í táragangaop að lokinni aðgerð, sem hækkar kostnað aðgerðar um kr. 14 000, en markmið þeirra er að auka táramagn í augum og minnka þurrk í augum að lokinni aðgerð.

Hlökkum til að sjá þig.     

 

 

 

 

Hvað getum við boðið þér?

Skýr þjónustumarkmið

Ánægja þín er ofar öllu.  Við erum ekki að flýta okkur, tökum góðan tíma í að þjónusta þig svo að þetta verði stórkostleg lífsreynsla sem aldrei gleymist.

Sérfræðireynslu og þekkingu í röskan áratug

Jóhannes augnlæknir er sérfræðingur í lasreaugnlækningum og hornhimnulækningum.  Hann og María hjúkrunarfræðingur hafa framkvæmt hátt í 7000 aðgerðir saman frá árinu 2001.

Fullkomnustu tækni

Schwind Amaris lasertækið er eitt það fullkomnasta í heimi - og alveg glænýtt.  Þýsk hönnun, gæði og nákvæmni koma saman í einum ótrúlegum eðalgrip með óteljandi möguleikum.

Sérnám og þekkingu í hornhimnulækningum

Þekking á hornhimnulækningum er nauðsynleg til að geta boðið upp á bestu mögulegu þjónustu.  Jóhannes Kári lauk sérnámi (fellowship) við eina virtustu augndeild Bandaríkjanna, Duke Eye Center í Norður-Karólínu.

3 ára ábyrgð á meðferð

Margar laserstöðvar fylgja sjúklingi eingöngu eftir í 6 mánuði og bjóða ekki upp á enduraðgerð lengur en í þann tíma.  Við bjóðum upp á endurmeðferð allt að 3 árum eftir aðgerð ef þörf krefur.

"Mér finnst svo frábært að vera laus við linsur og gleraugu, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið ég ferðast. Fyrir aðgerðina sá ég gjörsamlega ekki neitt án hjálpartækja og var því alveg bjargarlaus, sem kemur sér mjög illa þegar maður er alltaf á nýjum og nýjum stað.

Nú get ég loksins skoðað heiminn og notið mín á tónleikaferðalögum.

Takk enn og aftur fyrir mig."

              Nanna Bryndís Hilmarsdóttir
              söngkona og lagasmiður
              Of Monsters and Men